Nýr sölustjóri hjá Hreinsitækni ehf

Svanur Sævar Lárusson hefur tekið við störfum sem sölustjóri hjá Hreinsitækni ehf. Svanur mun hafa yfirumsjón með sölu á þeim lausnum sem Hreinsitækni og dótturfélög bjóða. Allt frá þrifum á gatnakerfi, bílaplönum, bílastæðahúsum, þjónustu og rekstur skólphreinsistöðva hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum, ásamt holræsahreinsun, rotþróahreinsun sem og meindýravörnum.

Svanur starfaði áður sem sölumaður hjá fyrirtækinu Dagar hf með áherslu á fasteignaumsjón, enda hefur Svanur lengi starfað sem smiður á milli þess að starfa sem sölumaður hjá hinum ýmsu fyrirtækjum.

Hann hefur starfað með Flugbjörgunarsveitinni á Hellu allt frá árinu 1990 og gengdi meðal annars formennsku hjá sveitinni í tíu ár. Þá var Svanur keppnisstjóri til 20 ára á torfærukeppninni á Hellu sem Flugbjörgunarsveitin hefur staðið fyrir.

Svanur er kvæntur Ragnhildi Erlu Hjartardóttur og eiga þau eina dóttur, Margréti Rós.

Previous
Previous

Margar leiðir til að draga úr svifryki

Next
Next

Flotinn stækkaður fyrir 200 milljónir