Nýr sölustjóri hjá Hreinsitækni ehf
Svanur Sævar Lárusson hefur tekið við störfum sem sölustjóri hjá Hreinsitækni ehf. Svanur mun hafa yfirumsjón með sölu á þeim lausnum sem Hreinsitækni og dótturfélög bjóða. Allt frá þrifum á gatnakerfi, bílaplönum, bílastæðahúsum, þjónustu og rekstur skólphreinsistöðva hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum, ásamt holræsahreinsun, rotþróahreinsun sem og meindýravörnum.
Svanur starfaði áður sem sölumaður hjá fyrirtækinu Dagar hf með áherslu á fasteignaumsjón, enda hefur Svanur lengi starfað sem smiður á milli þess að starfa sem sölumaður hjá hinum ýmsu fyrirtækjum.
Hann hefur starfað með Flugbjörgunarsveitinni á Hellu allt frá árinu 1990 og gengdi meðal annars formennsku hjá sveitinni í tíu ár. Þá var Svanur keppnisstjóri til 20 ára á torfærukeppninni á Hellu sem Flugbjörgunarsveitin hefur staðið fyrir.
Svanur er kvæntur Ragnhildi Erlu Hjartardóttur og eiga þau eina dóttur, Margréti Rós.