Akureyri 461-4100 | Egilsstaðir 471-3000 | Reykjavík 567-7090 | Selfoss 892-2136
Höldum landinu hreinu
Þjónustan
-
Hreinsun gatna og gangstétta
Hreinsitækni er með bæði stóra og litla vélsópa til þess að sópa og þrífa bílastæði, stéttir, götur og margt fleira.
-
Hreinsun og myndun lagna
Hreinsitækni hefur yfir að búa mjög vel búnum myndavélabíl, sem getur myndað skólp- og drenlagnir við íbúðahús og fyrirtæki.
-
Söfnun úrgangsolíu
Hreinsitækni tekur að sér að safna úrgangsolíu frá skipum, verkstæðum og fleiri stöðum.
-
Fóðrun lagna
Hreinsitækni býður upp á fóðrun frárennslislagna með glertrefjaefni. Lögnin verður sem ný og ekki er þörf á jarðraski.
-
Tæming rotþróa
Hreinsitækni er leiðandi í að tæma rotþrær. Við bjóðum upp á fullkomna endurvinnslubíla sem uppfylla allar gæða- og öryggiskröfur.
-
Þvottur og olíuslys
Vatnsbílarnir okkar henta vel við þrif á bílastæðum og bílakjöllurum. Löng kraftmikil slanga er á bílunum og þeir nota umhverfisvæna sápu.
-
Rekstur skólphreinsistöðva
Hreinsitækni rekur fjölda skólphreinsistöðva, bæði fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Stöðvarnar eru bæði í eigu notenda, eða þeir leigja þær af Hreinsitækni. Um er að ræða sérhæfða þjónustu sem margir kjósa að úthýsa. Þá sparar leiga slíkra stöðva leigjendum fjárútlát í fjárfestingum.
-
Ruslasuga og tínsla
Hreinsitækni er með litla létta vél á stærð við golfbíl sem getur ekið um og sogað upp laust rusl. Sugan hentar bæði á opnum svæðum, umferðareyjum og einnig eftir mannamót. Þar sem ekki er hægt að koma vél að bjóðum við upp á handtínslu á rusli.
-
Veggjakrot / Tyggjóhreinsun
Við höfum mikla reynslu af því að hreinsa og fjarlægja veggjakrot. Aðferðin er fljótvik og efnin eru umhverfisvæn. Við notum heita vatnsgufu til að leysa upp tyggjóklessur og stéttin verður eins og ný á eftir.