Sópun gatna og göngustíga

Hreinsitækni er bæði með litla og stóra vélsópa.

Vír/plast kústar eru á bílunum sem sópa efni af yfirborðinu og undir bílinn sem sogar efnið upp í tank jafnóðum. Efnið sem sópað er upp er síðan losað á viðurkenndan losunarstað þegar verki er lokið.

Litlir sópar komast á stéttar og inn í bílastæðahús, oft er beðið um þvott með slíkum þrifum. 
Þá er notaður vatnsbíll líka sem þvær og nær vel út úr hornum sem gerir þrifin enn betri (sjá Þvottur/Olíuslys)

Götusópar

Stærð og útbúnaður götusópa Hreinsitækni er misjafn.
Stærð tunnu er 6-7 rúmmetra, sumir eru með sóp báðu megin sem þýðir að alltaf er hægt að sópa með umferð og þá er sogkraftur þeirra misjafn. Flestir sóparnir eru útbúnir með sérstökum sóp (klóru) á framhorni bílsins sem brýtur upp harðan leir í götukönntum eða bílastæðum.

Við höfum yfir að ráða fullkomnasta og besta tækjaflota landsins, þar sem nýjustu bílarnir með Euro 6 vél og sópkerfið er drifið áfram með glussa en ekki auka afturvél. Þetta gerir götusópana mjög hljóðláta og frá þeim er hávaðamengun stillt í lágmark. Gatnasópar eru notaðir við að sópa götur, bílastæði, flugbrautir, vöruskemmur, bryggjur, athafnasvæði fyrirtækja ofl.

Stéttasópar

Stéttasópar eru hentugir til að sópa auk gangstétta, bílastæði, bílastæðahús, göngu- og hjólreiðastíga, þröng port ofl.

Sóparnir eru búnir sóparm til að ná úr kverkum, úr öllum hornum ofl. Sóparnir eru liðstýrðir sem gerir þeim auðveldara að nálgast verkefnið við erfiðar aðstæður. Sóparnir eru ekki þungir sem gerir þeim kleift að sópa iðnaðargólf og þess háttar. Sópurinn er um 135 cm á breidd og 185 cm á hæð sem gerir aðgengi auðvelt.

Previous
Previous

Fóðrun lagna

Next
Next

Myndun lagna