Tæming á úrgangsolíu
Hreinsitækni tæmir úrgangsolíu frá skipum, fyrirtækjum og bæjarfélögum á stór höfuðborgarsvæðinu og fleiri stöðum eða samkvæmt samningi við ODR.
Bíll kemur á staðinn og dælir úr safntönkum eða tunnum og skilar því út í olíubirgðarstöðina í Örfirirsey.
Ath. aukagjald þarf að greiða ef magn er undir 400 ltr.
Innan höfuðborgarsvæðis er ráðlegt að panta með 2-3 daga fyrirvara.
Þegar talað er um úrgangsolíu er átt við smurolíur, glussa, gírolíur, sjálskiptiolíur bensín osfrv.
Undir úrgangsolíu telst EKKI: Skeraolía, olíuhreinsir, rúðuvökvi, frostlögur, sápur, málning osfrv.
Hægt er að panta olíulosun hér - Panta losun á úrgangsolíu