Hreinsun rotþróa
Hreinsitækni hefur áratuga reynslu af þrifum og þjónustu á rotþróm. Sérstakir endurvinnslubílar eru notaðir til verksins.
Ferlið er þannig að barki er dreginn út frá bílnum og seyra soguð úr rotþró. Sérstöku efni (polymer) er síðan blandað við seyruna í bílnum sem skilur seyruna frá vatninu. Vatninu er svo skilað til baka í þrónna en fasta efnið verður eftir. Er þetta gert svo rotnun haldi áfram og ekki þurfi að setja rotnunarefni í þró að tæmingu lokinni.
Fasta efnið (seyran) er síðan losað á viðurkenndum losunarstað.
Einnig er hægt að tæma þrær alveg ef til dæmis þarf að skipta um þró.

Hafa samband
Sendu okkur fyrirspurn
Við munum svara fljótt og örugglega.