Sópun gatna og göngustíga
Hreinsitækni er með litla létta vél á stærð við golfbíl sem getur ekið um og sogað upp laust rusl.
Sópun gatna og göngustíga
Hreinsitækni á fjölmörg tæki sem henta við ólíkar aðstæður til að þrífa götur, gangstíga og plön.
Vír/plast kústar eru á bílunum sem sópa efni af yfirborðinu og undir bílinn sem sogar efnið upp í tank jafnóðum. Efnið er losað á viðurkenndan losunarstað þegar verki er lokið.
Litlir sópar komast á stéttar og inn í bílastæðahús. Oft er beðið um þvott með slíkum þrifum. Þá er notaður vatnsbíll líka sem þvær viðkomandi svæði.
Götusópar
Stærð og útbúnaður götusópa Hreinsitækni er fjölbreytt. Við getum tekist á við þrif við allar aðstæður. Allt frá hefðbundinni vorhreinsun yfir í þvott eftir olíuslys.
Flotinn okkar er endurnýjaður reglulega og er því búinn fullkomnastu tækni sem völ er á, hverju sinni. Nýjustu bílarnir með Euro 6 vél og sópkerfið er drifið áfram með glussa sem gerir götusópana hljóðláta. Gatnasópar eru notaðir við að sópa og þrífa götur, bílastæði, flugbrautir, vöruskemmur, bryggjur, athafnasvæði fyrirtækja og fleira.
Stéttasópar
Stéttasópar eru hentugir til að sópa auk gangstétta, bílastæði, bílastæðahús, göngu- og hjólreiðastíga, þröng port, svo eitthvað sé nefnt.
Sóparnir eru búnir sóparmi til að ná úr kverkum, úr öllum hornum og tryggja sem best þrif. Þeir eru liðstýrðir og léttir sem gerir þeim kleift að sópa iðnaðargólf og við sambærilegar aðstæður. Minnsti sópurinn er 135 cm á breidd og 185 cm á hæð sem gerir aðgengi auðvelt.
Sendu okkur fyrirspurn
Við munum svara fljótt og örugglega.
